Arion banki hefur gefið út heildstæða græna fjármálaumgjörð sem tekur til fjármögnunar bankans og lánveitinga.
Í umgjörðinni er með skýrum og gegnsæjum hætti gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem lánveitingar bankans þurfa að uppfylla til að teljast umhverfisvænar. Jafnframt er kveðið á um stjórnskipulag bankans í kringum grænar lánveitingar.