Arion banki hefur sett upp 2 ma. evra útgáfuramma fyrir sértryggð skuldabréf. Þann 25. nóvember 2011 fékk Arion banki leyfi frá Fjármálaeftirlitinu til útgáfu sértryggðra skuldabréfa samkvæmt lögum nr. 11/2008 og reglum um sértryggð skuldabréf nr. 528/2008. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með útgáfunni og tilnefnir auk þess sjálfstæðan skoðunarmann.